Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2017 | 09:00

Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2017 (4): Magnús Skúli sigraði í fl. 12 ára og yngri hnokka

Fjórða Áskorendamóti Íslandsbanka 2017 lauk á Garðavelli á Akranesi í gær,  fimmtudaginn 13. júlí, með þáttöku um 65 barna og unglinga.

Frábærar vallaraðstæður og gott veður settu svip sinn á mótið sem tókst afar vel og lauk með grillveislu í boði Golfklúbbsins Leynis og verðlaunaafhendingu í golfskála.

Á Áskorendamótaröðinni keppa kylfingar sem vilja öðlast meiri keppnisreynslu áður en haldið er inn á sjálfa Íslandsbankamótaröðina.

Þeir sem voru 12 ára og yngri spiluðu 9 holur.  Sigurvegari í flokki 12 ára og yngri hnokka varð Magnús Skúli Magnússon úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, en hann lék fyrstu 9 holur á Garðavelli á 42 glæsihöggum; fékk 1 fugl (á 1. holu); 5 skolla og 1 skramba.

Heildarúrslit í flokki hnokka, 12 ára og yngri urðu eftirfarandi: 

1 Magnús Skúli Magnússon GKG 12 F 0 42 42 6 42 42 6
2 Veigar Heiðarsson GHD 16 F 0 44 44 8 44 44 8
3 Gunnlaugur Árni Sveinsson GKG 11 F 0 44 44 8 44 44 8
4 Sólon Siguringason GS 24 F 0 50 50 14 50 50 14
5 Tristan Freyr Traustason GL 24 F 0 53 53 17 53 53 17
6 Logi Traustason GKG 21 F 0 53 53 17 53 53 17
7 Styrmir Snær Kristjánsson GKG 23 F 0 54 54 18 54 54 18
8 Elvar Ísak Jessen GL 24 F 0 69 69 33 69 69 33