Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2017 | 14:15

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir stórbætti sig á 2. hring!!! Á 71 í dag!!!

Birgir Leifur Hafþórsson, afrekskylfingur úr GKG, lék 2. hring á Irish Challenge í dag.

Samtals hefir hann því spilað á 5 yfir pari, 149 höggum (78 71).

Því miður virðist sem það muni ekki duga honum eins og staðan er núna, en niðurskurðarlínan er við 3 yfir pari.

Þetta var því 2 höggum og mikið hjá Birgi Leif í gær og allar horfur á því að hann komist ekki gegnum niðurskurð.

Fylgjast má með hvernig mál þróast á Irish Challenge með því að SMELLA HÉR: