Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2017 | 20:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur úr leik á Andalucia Costa del Sol holukeppninni

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, er úr leik á Andalucia Costa del Sol holukeppninni 9.

Aðeins 32 efstu eftir 2. daga komust áfram í holukeppnina, sem fram fer um helgina.

Því miður var Birgir Leifur ekki þar á meðal.

Birgir Leifur lék 1. hring á 3 undir pari, 68 glæsihöggum, en í dag gekk ekki eins vel; Birgir Leifur lék á 6 yfir pari, 77 höggum.

Sjá má stöðuna í Andalucia Costa del Sol holukeppninni 9 með því að SMELLA HÉR: