Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 10. 2017 | 02:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur T-9 e. 2. dag KPMG Trophy

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tekur þátt í KPMG Trophy, sem er mót á Áskorendamótaröð Evrópu og stendur 8. -11. júní 2017.

Mótið fer fram í Royal Waterloo golfklúbbnum, í  Lasne, Belgíu.

Birgir Leifur er T-9 eftir 2. mótsdag á samtals 7 undir pari, 137 högg (69 68).

Skorkortið hjá Birgi Leif á 2. hring var ansi skrautlegt, en hann lék á 4 undir pari, 68 höggum;  fékk m.a.1 ás, 1 örn, 5 fugla, 3 skolla og 1 skramba.

Til þess að sjá stöðuna á KPMG Trophy SMELLIÐ HÉR: