Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2017 | 23:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur T-5 á Swiss Challenge e. 2. dag

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, sjöfaldur Íslandsmeistari í golfi, lék frábært golf á 2.  keppnisdeginum á Swiss Challenge mótinu sem fram fer í Sviss. Mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni sem er næst sterkasta atvinnumótaröð Evrópu.

Birgir Leifur endurtók leikinn frá því í gær og lék aftur á 67 frábærum höggum.

Á hringnum í dag fékk Birgir Leifur 6 fugla og 1 skramba.

Samtals er Birgir Leifur því búinn að spila á 8 undir pari, 134 höggum (67 67) og T-5 þ.e. deilir 5. sætinu með 3 öðum kylfingum.

Sjá má stöðuna á Swiss Challenge með því að SMELLA HÉR: 

Mótið í Sviss er annað mótið á þessu tímabili hjá Birgi á Áskorendamótaröðinni. Hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á því móti sem fram fór í Andalúsíu á Spáni.