Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2017 | 19:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur T-38 á Swedish Challenge – Hápunktar 2. dags

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, komst gegnum niðurskurð á Swedish Challenge , sem er hluti Áskorendamótaraðar Evrópu.

Mótið fer fram dagana 28.-31. júlí 2017 og mótsstaður er Katrineholms GK, í Katrineholm, Svíþjóð.

Birgir Leifur er samtals búinn að spila á 3 undir pari, 141 höggi (72 69) og deilir sem stendur 38. sætinu með 9 öðrum kylfingum þ.e. er í 38. sætinu.

Í dag átti Birgir Leifur sérlega glæsilegan hring upp á 3 undir pari en á hringnum fékk Birgir Leifur glæsilegan örn á 1. braut og eins 4 fugla og 3 skolla.

Í efsta sæti fyrir lokahringinn er spænski kylfingurinn Pedro Oriol (sjá eldri kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR:), en hann er samtals búinn að spila á 12 undir pari (64 68).

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Swedish Challenge SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á Swedish Challenge SMELLIÐ HÉR: