Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2017 | 17:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur T-34 e. 3. dag

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, tekur þátt í Made in Denmark mótinu í Danmörku og spilar lokahringinn á morgun, sunnudaginn 25. júní 2017.

Hann hefir spilað á samtals 4 undir pari, 212 höggum (71 67 74).

Á hringnum í dag, 3. keppnisdag, lék Birgir Leifur á 74 höggum – fékk 2 fugla, 2 skolla og 1 skramba og er T-34

Í efsta sæti er Julian Suri frá Bandaríkjunum á samtals 14 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á Made in Denmark mótinu SMELLIÐ HÉR: