Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2017 | 23:45

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur T-32 e. 1. dag Prague Golf Challenge

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, tekur þátt í Prague Golf Challenge, en mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu.

Mótið fer fram dagana 6.-9. júlí 2017 í höfuðborg Tékklands, Prag.

Birgir Leifur lék 1. hring á 3 undir pari, 69 höggum og er T-32.

Á hringnum fékk Birgir Leifur 1 örn, 3 fugla, 13 pör og 1 skramba.

Í efsta sæti eftir 1. dag er Rourke Van Der Spuy frá S-Afríku á 8 undir pari, 64 höggum.

Til þess að sjá stöðuna á Prague Golf Challenge SMELLIÐ HÉR: