Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur m/ sinn 1. sigur á mótaröðinni – Hápunktar
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, sigraði á móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu, Cordon Golf Open.
Mótið fór fram í Golf Blue Green de Pléneuf í Val André í Frakklandi, dagana 31. ágúst – 3. september 2017.
Birgir Leifur lék eins og engill – spilaði stórkostlegt golf og gerir okkur öll svo stolt!!!
Þetta er í 1. sinn sem hann sigrar á Áskorendamótaröð Evrópu og titillinn hefir verið lengi í farvatninu en hinn 41 ára Birgir Leifur gerðist atvinnumaður fyrir 20 árum, 1997 – Frábært, hreint frábært!!! Nú fer Birgir Leifur upp um 16 sæti í Road to Oman stigalistanum og e.t.v. vinnur hann sér sæti að nýju á Evrópumótaröðinni!!!
Birgir Leifur þurfti ekki að spila 4. hringinn þar sem mótið var stytt í 3. hringja mót vegna mikilla rigninga.
Sigurskor Birgis Leifs var 18 undir pari, 192 högg (63 65 64) – Ótrúlega flott skor og allir hringur undir 70!!!
Birgir Leifur átti 7 högg á þá sem næstir komu, en það voru Englendingurinn Matt Ford og Ítalinn Andrea Pavan, en þeir deildu 2. sætinu og léku báðir á 11 undir pari.
Sigurtékki Birgis Leifs var upp á €33.600 eða 4,3 milljónir íslenskra króna!!!
Sjá má grein og viðtal við Birgi Leif eftir sigurinn, sem birtist á vefsíðu Áskorendamótarðar Evrópu – þar sem hann er nefndur konungurinn af Cordon (ens. King of Cordon) SMELLIÐ HÉR:
Sjá má lokastöðuna á Cordon Golf Open með því að SMELLA HÉR:
Sjá má hápunkta lokadagsins á Cordon Golf Open með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
