Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2017 | 10:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur lauk keppni T-49 á Swedish Challenge – Hápunktar 4. dags

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, tók þátt í Swedish Challenge , sem er hluti Áskorenda-mótaraðar Evrópu.

Mótið fór fram dagana 27.-30. júlí 2017 og lauk því í gær – Mótsstaður var Katrineholms GK, í Katrineholm, Svíþjóð.

Birgir Leifur lék á samtals 2 undir pari, 286 höggum (72 69 73 72) og lauk keppni T-49.

Sigurvegari í mótinu varð argentínski kylfingurinn Estanislao Goya, en hann lék á samtals 16 undir pari.

Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Goya með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Swedish Challenge SMELLIÐ HÉR:

Lokahringurinn er þegar hafinn og til að fylgjast með stöðunni á Swedish Challenge SMELLIÐ HÉR: