Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2017 | 18:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur lauk keppni T-48 á Swiss Challenge

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, lauk keppni í dag á Swiss Challenge, sem var mót á Áskorendamótaröð Evrópu.

Birgir Leifur lék á samtals 2 undir pari, 282 höggum (67 67 76 72) og lauk keppni T-48 af þeim 64, sem komust í gegnum niðurskurð.

Birgir Leifur hlaut € 731 fyrir frammistöðu sína (tæpar 83.000 íslenskar krónur)

Sigurvegari mótsins var heimamaðurinn Joel Girrbach, en hann lék á samtals 17 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Swiss Challenge SMELLIÐ HÉR: