Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2017 | 12:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur lauk keppni T-41 á Kazakhstan Open

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, tók þátt í Kazakhstan Open, sem er mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu.

Birgir Leifur lék samtals á 4 undir pari, 284 höggum (72 69 71 72) og lauk keppni T-41.

Sigurvegari mótsins varð Finninn Tapio Pulkkanen en hann hafði betur gegn bróður Brooks Koepka, Chase, í bráðabana um sigur í mótinu eftir að báðir höfðu lokið hefðbundnum 72 holum á samasl 17 undir pari.

Til þess að sjá hápunkta á Kazakhstan Open SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá lokastöðuna á Kazakhstan Open SMELLIÐ HÉR: