Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2017 | 12:18

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur keppir næst í Kína

Birgir Leifur Hafþórsson er í 26. sæti á peningalistanum fyrir lokasprettinn á keppnistímabilinu á Áskorendamótaröðinni.

GKG-ingurinn þarf að vera í hópi 15 efstu í lok keppnistímabilsins til þess að fá keppnisrétt á Evrópumótaröðinni.

Næsta mót hjá sjöfalda Íslandsmeistaranum fer fram á Hainan eyjaklasanum í Kína dagana 12.-15. október.

Birgir Leifur er með öruggt sæti á öll mótin á Áskorendamótaröðinni næstu tvö tímabil þar sem hann sigraði á móti í Frakklandi sem lauk í byrjun september.

Eins og áður segir er Birgir Leifur í 26. sæti með 52,585 Evrur í verðlaunafé en sá sem er í 15. sæti á peningalistanum er með 63,326 Evrur í verðlaunafé.

Sjá má stöðuna á peningalistanum á Áskorendamótaröðinni með því að SMELLA HÉR: 

Texti og mynd: GSÍ