Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 2. 2017 | 08:45

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur bætti sig um 3 högg á 2. degi í Oman!!!

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG ,er fyrsti íslenski kylfingurinn sem spilar á lokamóti Áskorendamótaraðar Evrópu.

Mótið nefnist NBO Golf Classic Grand Finar og fer fram á Al Mouj Golf, í Muscat, Oman, dagana 1.-4. nóvember 2017.

Í gær lék Birgir Leifur á 4 yfir pari 76 höggum þ.e. á fæðingarári sínu, fékk 3 fugla, 5 skolla og því miður líka einn tvöfaldan skolla.

Í dag var skorkort Birgis Leifs ekki eins skrautlegt meiri ró yfir öllu; en hann lék á 1 yfir apri, 73 höggum, bætti sig um 3 högg frá gærdeginum og fékk 2 fugla og 3 skolla.

Þegar þetta er ritað deilir Birgir Leifur 38. sætinu, en þess ber að geta að nokkrir eiga eftir að ljúka keppni þannig að sætisröð getur enn riðlast.

Hér má sjá stöðuna í Al Mouj Golf SMELLIÐ HÉR: 

Hér má sjá stigalista Áskorendamótaraðarinnar SMELLIÐ HÉR: 

***************************************************************

Þetta mót er lokatækifæri fyrir kylfingana að komast í hóp 15 efstu á peningalistanum og tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni á næsta tímabili. Mótinu lýkur á laugardaginn og þá verður það ljóst hvaða 15 kylfingar komast alla leið inn á mótaröð þeirra bestu í Evrópu.

Eins og áður segir eru 45 keppendur og koma þeir frá 23 mismunandi þjóðum. Tíu þeirra koma frá Englandi, en þetta er eins og segir í fyrsta sinn sem íslenskur kylfingur keppir á þessu lokamóti Áskorendamótaraðarinnar.

Birgir Leifur sigraði í fyrsta sinn á ferlinum á Áskorendamóti á þessu tímabil og er hann er einn af 19 sigurvegurum á þessu tímabili sem er á meðal keppenda í Oman.

Aaron Rai frá Englandi hefur sigrað á þremur mótum á tímabilinu. Hann hefur með árangri sínum tryggt sér takmarkaðann keppnisrétt á Evrópumótaröðinni á næsta tímabili.

Mótið fer fram á Al Mouj vellinum sem Ástralinn Greg Norman hannaði.

Birgir Leifur er í 32. sæti á peningalista mótaraðarinnar með 55.781 stig eða Evrur í verðlaunafé á þessu tímabili. Sjöfaldi Íslandsmeistarinn er 26.838 Evrum frá 15. sætinu og þarf því að að vera í efstu sætunum á þessu lokamóti til að gera atlögu að einu af 15 efstu sætunum á stigalistanum.

Texti i neðri part greinar: GSÍ