Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2017 | 19:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur T-11 e. 2. dag Made in Denmark Challenge

Birgir Leifur Hafþórsson tekur þátt í Made in Denmark Challenge – presented by Ejner Hessel, en mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu.

Mótið stendur dagana 22.-25. júní 2017.

Eftir 2. keppnisdag er Birgir Leifur T-11; búinn að spila á samtals 6 undir pari, 138 höggum (71 67).

Á 2. degi lék Birgir Leifur á 67 höggum; fékk 5 fugla og 13 pör.

Til þess að sjá stöðuna á Made in Denmark Challenge mótinu SMELLIÐ HÉR: