Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 10. 2017 | 18:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir í toppbaráttunni í Belgíu

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, heldur áfram að spila frábært golf á KPMG Trophy í Belgíu.

Allir 3 hringir hans á KPMG Trophy hafa verið undir 70, en samtals er hann búinn að spila á 10 undir pari, 206 högg (69 68 69).

Þriðji hringur hans var upp á 3 undir pari, 69 högg og þar fékk Birgir Leifur 5 fugla og 2 skolla.

Birgir Leifur er T-14 e. 3. dag, en í efsta sæti mótsins er ítalski kylfingurinn  Francesco Laporta á samtals 15 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á KPMG Trophy SMELLIÐ HÉR: