Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2017 | 20:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Birgir Leifur í gegnum niðurskurð í Noregi!

Andri Þór Björnsson, GR og Birgir Leifur Hafþórsson, GKG  komust í gegnum niðurskurð á Viking Challenge, sem er mót á Áskorendamótaröð Evrópu, meðan 3. Íslendingurinn, sem þátt tók í mótinu, Ólafur Björn Loftsson, GKG er úr leik.

Mótið fer fram dagana 17.-20. ágúst 2017 í Miklagard golfklúbbnum í Kløfta, Noregi og lýkur á morgun.

Birgir Leifur er búinn að spila best en hann hefir spilað hringina 2 á samtals 1 undir pari, 143 höggum (73 70) og er sem stendur T-32 þ.e. jafn 7 öðrum í 32. sæti.

Andri Þór hefir spilað á 2 yfir pari, 146 höggum (73 73) og er jafn 10 öðrum í 60. sæti þ.e. rétt slapp í gegnum niðurskurð en hann var einmitt miðaður við 2 yfir pari eða betra.

Ólafur Björn er úr leik á 10 yfir pari (79 75).

Efstir í mótinu eftir 2. keppnisdag eru Hollendingurinn Daan Huizing og Frakkinn Clément Sordet; báðir á samtals 8 undir pari, hvor.

Til þess að sjá stöðuna á Viking Challenge SMELLIÐ HÉR: