Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2017 | 18:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur á besta skori Íslendinganna e. 2. dag í Noregi

Andri Þór Björnsson, GR; Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Ólafur Björn Loftsson, GKG eru við keppni á Viking Challenge, sem er mót á Áskorendamótaröð Evrópu.

Mótið fer fram dagana 17.-20. ágúst 2017 í Miklagard golfklúbbnum í Kløfta, Noregi.

Fresta varð leik í dag og náðu íslensku keppendurnir ekki að klára hringi sína, en það verður gert, laugardagsmorgun.

Á besta skori af Íslendingunum er Birgir Leifur á samtals 1 undir pari og því næstbesta Andri Þór á sléttu pari.

Ólafur Björn kemst líklega ekki í gegnum niðurskurð en hann lék 1. hring á júmbóskori 7 yfir pari, 79 höggum! Óvanalegt að sjá þetta hjá Ólafi Birni.

Til þess að sjá stöðuna á Viking Challenge SMELLIÐ HÉR: