Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2015 | 07:00

Áskorendamótaröðin: Birgir Leifur á -3 á 1. degi á La Gomera

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tekur þátt í Fred Olsen Challenge de España mótinu á La Gomera á Kanarí-eyjum, en mótið er hluti Áskorendamótaraðar Evrópu.

Birgir átti ágætis hring; var á 3 undir pari, 68 höggum.

Á hringnum fékk Birgir Leifur 5 fugla en því miður líka slæman skramba.

Í efsta sæti, með afgerandi forystu, er Walesverjinn Rhys Davies, sem átti æðislegan hring upp á 11 undir pari, 60 högg.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Fred Olsen mótinu SMELLIÐ HÉR: