Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2018 | 18:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Axel á +3 e. 1. dag

Atvinnukylfingurinn Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, hóf í dag keppni á Turkish Airlines Challenge mótinu á Áskorendamótaröð Evrópu.

Hann lék 1. hring á 3 yfir pari, 75 höggum; fékk 2 fugla og 5 skolla.

Axel er sem stendur T-124 þ.e. deilir 124. sætinu af alls 156 kylfingum.

Skorið verður niður eftir 2. hring á morgun.

Efstir eftir 1. dag eru 7 kylfingar, þ.á.m Kim Koivu frá Finnlandi og Lorenzo Gagli frá Ítalíu,  en þeir hafa allir spilað 1. hring á 6 undir pari, 66 höggum.

Sjá má stöðuna á Turkish Airlines Challenge með því að SMELLA HÉR: