Áskorendamótaröð Íslandsbanka (2): Úrslit
Rjúkandi vöffluilmur tók á móti kylfingum þegar þeir luku keppni á Áskorendamótaröð Íslandsbanka sem fram fór á Þverárvelli á Hellishólum, í dag 1. júní 2013. Húsfreyjan á Hellishólum stóð við járnið og bakaði á meðan bóndinn sá um innsláttinn á skorinu.
Já það var vel tekið á móti yngstu kylfingunum á Hellishólum og þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi kannski ekki verið alveg uppá sitt besta þá var skorið ágætt og snilldartilþrif sáust á vellinum.
Lægsta skor dagsins átti Daníel Ísak Einarsson GK, en hann lék völlinn á 82 höggum en hann var í flokki 14 ára og yngri stráka. Í flokki 15-16 ára sigraði Sverrir Kristinsson GK en hann lék á 83 höggum, en Elías Fannar Arnarsson GK var á sama skori, en bráðabani réð röðinni.

Hér má sjá sigurvegara í flokki 15-16 ára drengja f.v. Stefán Ingvarsson, GK, sem varð í 3. sæti í flokki 15-16 ára drengja og síðan sigurvegarann í flokki 15-16 ára drengja Sverri Kristinsson, GK, (f.m) ásamt framkvæmdastjóra GSÍ, Herði Þorsteinssyni. Mynd: GSÍ
Á myndinni hér að neðan eru Stefán Ingvarsson GK sem var í 3. sæti, Sverrir Kristinsson GK sem sigraði í þessum flokki ásamt framkvæmdastjóra GSÍ, Herði Þorsteinssyni.
Í flokki 17-18 ára drengja sigraði Jón Hákon Richter GO.
Í stúlknaflokki 14 ára og yngri sigraði Íris Lorange Káradóttir GK á 103 höggum og í flokki stúlkna 15-16 ára sigraði Ólöf Agnes Arnardóttir GO á 95 höggum.
Helstu úrslit eru hér fyrir neðan:
| Staða | Kylfingur 14 ára og yngri | Klúbbur | Fgj. | |
| Alls | ||||
| 1 | Daníel Ísak Steinarsson | GK | 8 | 82 |
| 2 | Andri Már Guðmundsson | GKJ | 18 | 84 |
| 3 | Jón Otti Sigurjónsson | GO | 15 | 87 |
| 4 | Kristófer Tjörvi Einarsson | GV | 10 | 87 |
| 5 | Björn Ásgeir Ásgeirsson | GHG | 10 | 88 |
| Staða | Kylfingur 15-16 ára | Klúbbur | Fgj. | |
| Alls | ||||
| 1 | Sverrir Kristinsson | GK | 11 | 83 |
| 2 | Elías Fannar Arnarsson | GK | 9 | 83 |
| 3 | Stefán Ingvarsson | GK | 13 | 85 |
| 4 | Einar Bjarni Helgason | GFH | 13 | 88 |
| 5 | Daníel Ingi Sigurjónsson | GV | 12 | 88 |
| Staða | Kylfingur 17-18 ára | Klúbbur | Fgj. | |
| Alls | ||||
| 1 | Jón Hákon Richter | GO | 24 | 114 |
| 2 | Eggert Smári Þorgeirsson | GO | 24 | 131 |
| Staða | Kylfingur 14 ára og yngri | Klúbbur | Fgj. | |
| Alls | ||||
| 1 | Íris Lorange Káradóttir | GK | 28 | 103 |
| 2 | Björg Bergsveinsdóttir | GK | 28 | 105 |
| Staða | Kylfingur 15-16 ára | Klúbbur | Fgj. | |
| Alls | ||||
| 1 | Ólöf Agnes Arnardóttir | GO | 18 | 95 |
| 2 | Melkorka Elín Sigurðardóttir | GHG | 28 | 103 |
| 3 | Eydís Eir Óttarsdóttir | GO | 28 | 131 |
Heimild: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
