Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2019 | 23:00

Arnar Geir setti vallarmet!!!

Arnar Geir Hjartarson setti nýtt vallarmet á Hlíðarendavelli, velli GSS, Golfklúbbs Sauðárkróks í dag.
Hann kom í hús á glæsilegum 5 undir pari, 67 höggum.
Á hringnum góða fékk Arnar Gier 7 fugla, 9 pör og 2 skolla.
Skorkort hans (sjá aðalmyndaglugga) verður rammað inn og hengt upp í anddyri skála GSS.
Golf 1 óskar Arnari Geir innilega til hamingju með vallarmetið!