Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2014 | 18:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Munaði 1 höggi hjá Birgi Leif

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hefir lokið  keppni í Vacon Open mótinu, sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu, en hann komst ekki í gegnum niðurskurð í dag.

Það munaði aðeins 1 höggi, en Birgir Leifur lék á sléttu pari og það þurfti samtals 1 undir pari til þess að komast gegnum niðurskurð.

Samtals lék Birgir Leifur á 142 höggum (69 73).

Sjá má stöðuna eftir 2. dag í Vacon Open með því að  SMELLA HÉR: