Haraldur Franklín Magnús
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2023 | 18:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Haraldur varð í 25. sæti á UAE Challenge

Haraldur Franklín Magnús, GR, tók þátt í UAE Challenge, sem fór fram dagana 4.-7. maí 2023.

Mótsstaður var Saadiyat Beach Golf Club, í Abu Dhabi, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Haraldur lék á samtals 4 undir pari, 284 höggum (74 69 73 68) og varð í 25. sæti sem er glæsilegur árangur!!!

Sigurvegari mótsins varð Þjóðverjinn Maximilian Rottluff, en hann lék á samtals 14 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á UAE Challenge með því að SMELLA HÉR: