Haraldur Franklín Magnús
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2021 | 18:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Haraldur úr leik

Haraldur Franklín Magnús tók þátt í Challenge de España Iberostar mótinu, sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu.

Mótið fór fram í Real Club de Golf Novo Sancti Petri, Cadiz, á Spáni, 15.-18. júní.

Haraldur lék á samtals sléttu pari, 144 höggum (75 69).

Niðurskurður miðaðist hins vegar við 2 undir pari eða betra.

Sigurvegari mótsins var heimamaðurinn Tarrio Santiago, en hann lék á samtals 20 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Challenge de España mótinu SMELLIÐ HÉR: