Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2021 | 23:59

Áskorendamótaröð Evrópu: Haraldur (T-43) og Guðmundur Ágúst (T-55) luku keppni á Euram Bank Open í Austurríki

GR-ingarnir Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson tóku þátt á Euram Bank Open, sem var mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu, dagana 15. – 18. júlí 2021.

Mótsstaður var GC Adamstal, Ramsau, í Austurríki.

Haraldur Franklín lauk leik á samtals 5 undir pari, 275 höggum (67 70 68 70) og varð T-43.

Guðmundur Ágúst lék á samtals 3 undir pari, 277 höggum (65 72 74 66) og varð T-55.

Sigurvegari mótsins var Wales-verjinn Stuart Manley, sem lék á samtals 18 undir pari (67 65 65 65)

Sjá má lokastöðuna í Euram Bank Open með því að SMELLA HÉR: