Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2022 | 21:45

Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst úr leik – Haraldur á enn veika vonarglætu að komast í gegn á SDC Open

Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR er úr leik á SDC Open, móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu.

Mótið fer fram á tveimur golfvöllum í Limpopo, S-Afríku: Zebula Golf Estate & Spa og Elements Private Golf Reserve. dagana 24.-27. mars.

Guðmundur Ágúst lék á samtals 1 undir pari (72 71) og er úr leik, en stuttu áður en mótinu var frestað til morgundags var niðurskurðarlínan ýmist miðuð við 3 undir pari og betra eða 4 undir pari eða betra.

Haraldur verður að bíða til morgundags til þess að sjá hvort hann hafi náði í gegn en hann hefir spilað á samtals 3 undir pari (72 69) og á því enn veika vonarglætu að ná niðurskurði.

Sjá má stöðuna á SDC Open með því að SMELLA HÉR: