Haraldur Franklín Magnús
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2022 | 18:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Haraldur lauk keppni T-56 á Farmfoods Scottish Challenge

Haraldur Franklín Magnús, GR, lauk keppni jafn 3 öðrum kylfingum í 56. sæti á Farmfoods Scottish Challenge, sem var mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu.

Haraldur lék á samtals 4 yfir pari, 288 höggum (66 77 73 72).

Koma varð til bráðabana um sigursætið og háðu einvígið Svisslendingurinn Jeremy Freiburghaus og spænski kylfingurinn Javier Sainz.

Javier Sainz sigraði með fugi á 2. holu bráðabanns, meðan Freiburghaus tapaði á parinu.

Sjá má lokastöðuna á Farmfoods Scottish Challenge með því að SMELLA HÉR: