Haraldur Franklín Magnús
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2023 | 18:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Haraldur Franklín varð T-19 í Tékklandi

Haraldur Franklín Magnús, GR, tók þátt í Kaskáda Golf Challenge, sem fram fór dagana 15.-18. júní í Kaskáda Golf Resort, í Brno, Tékklandi.

Mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu (ens.: Challenge Tour).

Í mótinu var Haraldur lengi vel meðal efstu 10, en endaði jafn 3 öðrum í 19. sæti. Glæsilegur!!!

Skor Haraldar var 3 undir pari, 281 högg (70 72 67 72).

Sigurvegari mótsins var Ítalinn Lorenzo Scalise, sem lék á samtals 12 undir pari, 272 höggum (64 68 70 70).

Sjá má lokastöðuna á Kaskáda Golf Challenge með því að SMELLA HÉR: