Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2022 | 18:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Haraldur Franklín varð T-11 á British Challenge

Haraldur Franklín Magnús, GR lauk leik jafn í 11. sæti á British Challenge mótinu sem fór fram á St. Mellion Estate vellinum í Cornwall í Englandi.

Mótið var hluti af Áskorendamótaröð Evrópu, Challenge Tour, sem er næst sterkasta atvinnumótaröð í karlaflokki í Evrópu. Þetta var 17. mótið á þessu ári á Áskorendamótaröðinni hjá Haraldi Franklín.

Haraldur var í góðri stöðu eftir fyrstu tvo keppnisdagana, jafn í 4. sæti, en hann lauk leik á 2 höggum undir pari samtals (68  71  74 73) og hækkar um 10 sæti á stigalista Áskorendamótaraðarinnar.

Sigurvegari mótsins varð Skotinn Euan Walker, sem lék á samtals 8 undir pari, 280 höggum (71 66 72 71).

Sjá má lokastöðuna á British Challenge með því að SMELLA HÉR: