Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 20. 2022 | 23:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Haraldur Franklín úr leik í Höfðaborg

Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR tók þátt í Bain’s Whisky Cape Town Open, móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu.

Mótið fór fram dagana 17.-20. febrúar í Royal Cape GC, í Höfðaborg, Suður-Afríku.

Því miður náði okkar maður ekki niðurskurði að þessu sinni – var á 1 undir pari, 143 höggum (73 70) eftir tvo hringi.

Til að ná niðurskurði varð að vera á 4 undir pari eða betra.

Sigurvegari mótsins var heimamaðurinn JC Ritchie, en hann lék á samtals 18 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Whisky Cape Town Open með því að SMELLA HÉR: