Haraldur Franklín. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2020 | 18:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Haraldur Franklín lauk keppni T-14 – Stórglæsilegt!!

Haraldur Franklín Magnús, GR, náði í dag besta árangri sínum á Áskorendamótaröð Evrópu.

Mótið sem hann tók þátt í var Andalucía Challenge de Cádiz, sem fór fram á Iberostar Real Club de Golf Novo Sancti Petri, í Cadiz, Spáni, 11.-14. nóvember 2020.

Haraldur lék á samtals 3 undir pari, 285 höggum (74 70 70 71) og varð T-14!!! Stórglæsilegt!!!!

Guðmundur Ágúst Kristjánsson tók einnig þátt í mótinu en komst ekki gegnum niðurskurð.

Sigurvegari mótsins varð heimamaðurinn Pep Angles, en hann lék á samtals 14 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Andalucía Challenge de Cádiz með því að SMELLA HÉR: