Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2020 | 20:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Haraldur Franklín dró sig úr keppni

Þeir Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson hófu í dag keppni á RAM Cape Town Open mótinu.

Mótið fer fram í Royal Cape golfklúbbnum, í Höfðaborg, Suður-Afríku, dagana 6.-9. febrúar 2020 og er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu.

Haraldur Franklín varð því miður að hætta keppni eftir 12 holu leik vegna bakverkja.

Guðmundur Ágúst lék 1. hring á 4 yfir pari, 76 höggum og verður að halda vel á spöðunum ætli hann sér að komast gegnum niðurskurð á morgun!

Heimamaðurinn Dan Van Tonder leiðir eftir 1. keppnisdag á 6 undir pari.

Sjá má stöðuna eftir 1. dag RAM Cape Town Open með því að SMELLA HÉR: