Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2022 | 14:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Haraldur á +2 á 3. degi Farmfoods Scottish Challenge

Atvinnukylfingurinn úr GR, Haraldur Franklín Magnús tekur þátt í móti Áskorendamótaraðar Evrópu: Farmfoods Scottish Challenge.

Mótið stendur 26.-29. maí 2022 og fer fram í Newmachar golfklúbbnum, í Aberdeenskíri, á Skotlandi.

Fyrir lokahringinn er Haraldur T-56; búinn að spila á samtals 3 yfir pari, 216 höggum (66 77 73).

Eins og sjá má byrjaði Haraldur virkilega vel á 1. degi (á 66 höggum), en síðan kom 11 högga sveifla milli 1. og 2. dags (77 högg) og á 3. hring í dag spilaði Haraldur á 2 yfir pari, 73 höggum.

Í dag, á 3. hring, fékk Haraldur 1 fugl og 3 skolla.

Efstur í mótinu, þegar þessi frétt er rituð, er óþekktur Svisslendingur, Jeremy Freiburghaus, sem spilað hefir á samtals 11 undir pari.

Sjá má stöðuna á Farmfoods Scottish Challenge með því að SMELLA HÉR: