Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd: seth@golf.is
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2021 | 16:30

Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst varð T-61 á Sydbank Esbjerg Challenge

Fjórir íslenskir kylfingar tóku þátt í Sydbank Esbjerg Challenge, sem var mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu: Haraldur Franklín Magnús, Bjarki Pétursson, Andri Þór Björnsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson.

Mótið fór fram 17.-20. ágúst í Esbjerg Golfklub, Esbjerg, Danmörku.

Aðeins Guðmundur Ágúst náði að komst gegnum niðurskurðinn af íslensku kylfingunum og lauk hann keppni í gær.

Guðmundur Ágúst lék á 7 yfir pari, 291 höggi (74 69 75 73) og deildi 61. sæti með 2 öðrum kylfingum.

Sigurvegari mótsins var Norðmaðurinn Espen Kofstad eftir bráðabana við Skotann Ewan Ferguson. Þeir voru efstir og jafnir eftir hefðbundið 72 holu spil (báðir á 11 undir pari, 273 höggum) og varð því að útkljá hvor hlyti sigurinn á par-4 18. holu Esbjerg vallar, þar sem Kofstad vann á fugli.

Sjá má lokastöðuna á Sydbank Esbjerg Challenge með því að SMELLA HÉR: