Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd: seth@golf.is
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2022 | 22:26

Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst varð T-11 á Limpopo mótinu

Atvinnukylfingurinn, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR lauk í dag keppni á Limpopo meistaramótinu í S-Afríku.

Mótið fór fram 31. mars – 3. apríl 2022 í Euphoria GC og Koro Creek GC í Limpopo, S-Afríku.

Guðmundur Ágúst varð T-11 í mótinu, lék á samtals 10 undir pari,  278 höggum (68 69 70 71).

Sigurvegari mótsins, sem var að vinna sinn fyrsta sigur á Áskorendamótaröð Evrópu, var Pólverjinn Mateusz Gradecki, en hann lék á samtals 19 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Limpopo Championship með því að SMELLA HÉR: