Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2021 | 18:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst og Haraldur Franklín luku keppni á Dormy Open

Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús tóku þátt í móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu,  Dormy Open.

Mótið fór fram í Österåkers Golfklubb, í Åkersberga, Svíþjóð, dagana 19.-22. maí 2021.

Haraldur náði ekki niðurskurði en aðeins 3 höggum munaði að honum tækist að ná í gegn.

Guðmundur Ágúst spilaði á samtals 11 yfir pari 299 höggum (72 71 78 78) og rak lestina af þeim sem náðu niðurskurði eða varð í 75. sæti.

Sjá má lokastöðuna í Dormy Open mótinu með því að SMELLA HÉR: