Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd: seth@golf.is
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2019 | 00:01

Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst úr leik

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, tók þátt i móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu, Opna portúgalska.

Mótið fer fram dagana 12.-15. september í Morgado G&CC í Portúgal, sem mörgum Íslendingnum er að góðu kunnur.

Guðmundur Ágúst lék á samtals á 9 yfir pari (76 77) og er úr leik.

Niðurskurður miðaðist við samtals 1 undir pari og Guðmundur Ágúst því nokkuð langt frá því að ná í gegn.

Í hálfleik er það Walesverjinn Rhys Enoch, sem leiðir á samtals 9 undir pari, 135 höggum (69 66).

Sjá má stöðuna á Opna portúgalska með því að SMELLA HÉR: