Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd: seth@golf.is Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst T-13 á Open de Bretagne!!!
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, deildi 13. sætinu ásamt 6 öðrum kylfingum á Open de Bretagne mótinu í Áskorendamótaröð Evrópu!!! Stórglæsilegur og besti árangur Guðmundar Ágústs til þessa á mótaröðinni!!!
Það er ekkert smá afrek að vera meðal topp-20 á 2. bestu mótaröð karla í Evrópu, þar sem samkeppnin er gríðarlega sterk og margir kylfinganna hafa spilað á Evróputúrnum!
Guðmundur Ágúst lék á samtals 4 undir pari, 276 höggum (67 72 69 68) – átti 3 hringi undir 70!!!
Fyrir þennan góða árangur sinn hlaut Guðmundur Ágúst € 3000 í verðlaunafé (420.000 ísk).
Birgir Leifur Hafþórsson GKG, lék einnig í mótinu og varð T-31 á sléttu pari. Birgir Leifur er fyrsti og eini íslenski kylfingurinn, til þessa, sem tekist hefir að sigra á Áskorendamótaröð Evrópu.
Þjóðverjinn Sebastian Heisele sigraði í mótinu á 13 undir pari (73 64 65 65) og var sigurtékki hans u.þ.b. 4.5 milljón ísk. Þetta var fyrsti sigur Heisele á mótaröðinni.
Það er ekki mikla peninga að hafa á þessari mótaröð – en hún er mikilvægt stökkbretti á stærstu mótaröðina í Evrópu, Evróputúrinn….. og Evróputúrinn er síðan samsvarandi stökkbretti á mótaröð þeirra bestu í heimi, bandarísku PGA Tour.
Sjá má lokastöðuna á Open de Bretagne mótinu með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
