Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2022 | 18:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst og Haraldur komust ekki g. niðurskurð á Swiss Challenge

GR-ingarnir og atvinnukylfingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús tóku þátt í Swiss Challenge sem er mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu.

Mótið fer fram dagana 22.-25. september 2022 og er mótsstaður Golf Saint Apollinaire, í Folgensbourg, Frakklandi.

Því miður komust þeir Guðmundur Águst og Haraldur Franklín ekki gegnum niðurskurð að þessu sinni.

Niðurskurður miðaðist við 1 yfir pari eða betra.

Haraldur lék á 2 yfir pari, samtals 146 höggum (73 73) og munaði því aðeins einu sárgrætilegu höggi að hann næði í gegn.

Guðmundur Ágúst lék á 3 yfir pari, satmasl 147 höggum (73 74) og var 2 höggum frá því að komast gegnum niðurskurð.

Sjá má stöðuna á Swiss Challenge með því að SMELLA HÉR