Guðmundur Ágúst Kristjánsson
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2020 | 20:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst komst ekki g. niðurskurð

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, tók þátt í Andalucia Challenge de España, sem  fram fer 5.-8. nóvember 2020 og er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu.

Hann var aðeins 1 höggi frá því að komast í gegnum niðurskurð.

Aðeins þeir komust áfram sem spiluðu á samtals 4 yfir pari eða, betur en Guðmundur Ágúst var á 5 yfir pari (76 73).

Mótið fer fram í Iberostar Real Club de Golf Novo Sancti Petri, í Cadiz, á Spáni, sem er mörgum íslenska kylfingnum að góðu kunnugt.

Sjá má stöðuna á Andalucia Challenge með því að SMELLA HÉR: