Guðmundur Ágúst Kristjánsson
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 18. 2021 | 20:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst komst einn Íslendinganna 4 í g. niðurskurð!

Fjórir íslenskir kylfingar tóku þátt í móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu, Sydbank Esbjergs Challenge.

Þetta eru þeir Andri Þór Björnsson (+5), Bjarki Pétursson (+4), Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklin Magnús (+8)

Mótið fer fram dagana 17.-20. ágúst 2021 í Esbjerg Golfklub, Esbjerg, Danmörku.

Aðeins Guðmundur Ágúst komst í gegnum niðurskurð, hinir íslensku kylfingarnir eru úr leik.

Guðmundur lék á samtals 1 yfir pari (74 69), en spila þurfti á samtals 3 yfir pari eða betur til að komast gegnum niðurskurð.

Eins og sjá má hér að ofan munaði aðeins 1 höggi að Bjarki næði niðurskurði (en samtals skor kylfinganna Íslensku birtist í sviga eftir nafni þeirra í 2. setningu)

Sjá má stöðuna á Sydbank Esbjergs Challenge með því að SMELLA HÉR: