Guðmundur Ágúst Kristjánsson
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2022 | 23:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst á 78 e. 1. dag í Bloemfontein

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR tekur þátt í  móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu: Mangaung Open.

Mótið fer fram í Bloemfontein golfklúbbnum, í Bloemfontein, Suður-Afríku, dagana 3.-6. mars 2022.

Guðmundur Ágúst lék 1. hring á óvenjulega háu skori fyrir hann, 6 yfir pari, 78 högg.

Sá sem leiðir eftir 1. hring er spænski kylfingurinn Alejandro De Rey, en hann kom í hús á 9 undir pari, 63 höggum

Sjá má stöðuna á Mangaung Open með því að SMELLA HÉR: