Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2019 | 07:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Erfið byrjun hjá Guðmundi Ágúst í Portúgal

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, hóf leik í gær á Áskorendamótaröð Evrópu, á Opna portúgalska

Mótaröðin er sú næst sterkasta hjá atvinnukylfingum í Evrópu.

Mótið fer fram á Morgado vellinum í Portúgal en það golfsvæði hefur verið vinsælt hjá íslenskum kylfingum á undanförnum árum.

Mótið er sjötta mótið hjá Guðmundi Ágústi á þessu tímabili á Áskorendamótaröðinni. Besti árangur Íslandsmeistarans 2019 er 13. sætið.

Byrjunin hjá Guðmundi Ágúst var erfið á 1. hring, en hann kom í hús á 4 yfir pari, 76 höggum.

Á hringnum fékk Guðmundur Ágúst aðeins 1 fugl en því miður 3 skolla og 1 tvöfaldan skolla.

Niðurskurður miðast sem stendur við slétt par og efstur í mótinu eftir 1. keppnisdag er sænski kylfingurinn Henric Sturehed, en hann lék á 6 undir pari, 66 höggum.

Sjá má stöðuna á Opna portúgalska með því að SMELLA HÉR: