Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2021 | 18:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Bjarki, Guðmundur Ágúst, Haraldur tóku þátt í Italian Challenge

Þrír íslenskir kylfingar: Bjarki Pétursson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús tóku þátt í móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu.

Mótið, Italian Challenge, fór fram dagana 22.-25. júlí sl. í Margara Golf Club, í Fubine, á Ítalíu.

Haraldur var sá eini af Íslendingunum sem komst í gegnum niðurskurð en aðeins 1 höggi munaði að Guðmundur Ágúst kæmist einnig og 5 höggum að Bjarki hefði það.

Niðurskurður miðaðist við 1 undir pari eða betur – Guðmundur Ágúst því á parinu og Bjarki 4 yfir pari.

Haraldur komst áfram og endaði T-58 – lék á samtals 4 yfir pari, 288 höggum (72 69 72 75).

Sjá má lokastöðuna á Italian Challenge með því að SMELLA HÉR: