Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2018 | 15:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur úr leik

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, tók þátt í Monaghan Irish Challenge, sem er mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu.

Mótið fer fram á Concra Wood golfvellinum í Castleblayney í Monaghan sýslu á Írlandi, dagana 4.-7. október og lýkur því á sunnudaginn.

Birgir Leifur lék á samtals 6 yfir pari, 150 höggum (76 74), en það dugði ekki til því niðurskurður var miðaður við 2 yfir pari eða betra og Birgir Leifur því úr leik.

Í hálfleik eru 3 kylfingar efstir og jafnir á samtals 7 undir pari, hver en það eru þeir: Ricardo Santos frá Portúgal; Niklas Lemke frá Svíþjóð og Skotinn Callum Hill.

Sjá má stöðuna á Monaghan Irish Challenge með því að SMELLA HÉR: