Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2019 | 06:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur úr leik í Costa del Sol holukeppninni

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, var meðal keppenda á Andalucia – Costa del Sol Match Play, sem er mót á Áskorendamótaröð Evrópu.

Mótið fer fram á Valle Romano Golf í Andaluciu, Spáni, dagana 20.-23. júní 2019.

Á fyrstu 2 hringjum var spilaður höggleikur og síðan var skorið niður og eftir það verður spiluð holukeppni nú um helgina.

Birgir Leifur komst því miður ekki í holukeppnishlutann, því þó hann hafi spilað eins og engill og verið í 8. sæti eftir 1. dag  höggleikshlutakeppninnar með skor upp á 2 undir pari, 69 höggum þá spilaði hann seinni daginn á 5 yfir pari og var því samtals á 3 yfir pari, 145 höggum (69 76).

Hann varð  T-66 og ekki meðal þeirra 64, sem komust áfram í holukeppnishlutann eins og áður segir.

Sjá má stöðuna á Andalucia – Costa del Sol Match Play með því að SMELLA HÉR: