Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2014 | 16:40

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur lék 1. hring á 2 undir pari í Hyvinkää, Finnlandi

Sexfaldur Íslandsmeistari í högglleik Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hefir lokið leik á 1. keppnisdegi í Vacon Open mótinu, sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu.

Birgir Leifur lék á glæsilegum 2 undir pari, 69 höggum  á Kytäjä Golf, í  Hyvinkää, Finnlandi, en völlurinn þykir níðingslega þungur.

Skorkortið var skrautlegra en oft áður, en Birgir Leifur fékk glæsilegan örn, 3 fugla, 1 skolla og 1 skramba á hringnum í dag.

Það eru 156 þátttakendur í mótinu og sem stendur er Birgir Leifur í 31. sæti.

Sjá má stöðuna eftir 1. dag í Vacon Open með því að  SMELLA HÉR: