Birgir Leifur Hafþórsson, GKG. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2015 | 19:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur lauk keppni T-53 á Galgorm

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tók þátt í Northern Ireland Open in Association with Sphere Global and Ulster Bank mótinu á Norður-Írlandi, en mótinu lauk í dag, sunnudaginn 9. ágúst 2015.

Leikið var á Galgorm kastalavellinum – sjá má heimasíðu vallarins með því að SMELLA HÉR: 

Birgir Leifur lék á samtals 1 undir pari, 283 höggum (69 69 70 75).

Sigurvegari varð Frakkinn Clément Sordet á samtals 17 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Northern Ireland Open SMELLIÐ HÉR: