Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2015 | 18:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur var á 70 á 3. degi!

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, lék á ergilegu 1 undir pari, 70 höggum á Hartl golfvellinum í Þýskalandi á 3. hring AEGEAN Airlines Challenge Tour, sem er mót á Áskorendamótaröð Evópu.

Birgir Leifur er því samtals á 1 undir pari (74 68 70) og komst í gegnum niðurskurð – er sem stendur T-43.

Reyndar var mesta óheppni að Birgir Leifur fékk árans skramba, en hann var 3 undir pari, þegar hann átti eftir að spila 3 holur.

Skrambinn varð til þess að Birgir Leifur lauk leik á 1 í stað 3 undir pari!

Golf 1 óskar Birgir Leif alls hins besta á lokahringnum á morgun!!!

Til þess að sjá stöðuna á eftir 3. dag á AEGAEN Airlines Challenge Tour SMELLIÐ HÉR: